Flokksráðsfundur í Hljómahöll

Reykjanesbær – 17. ágúst 2024

Dagskrá flokksráðsfundar

Fundurinn fer fram í Hljómahöll í Reykjanesbæ

Laugardagurinn 17. ágúst

8:45
Húsið opnar

9:00
Ræða varaformanns og setning fundar

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varaformaður Vinstri grænna og formaður flokksráðs flytur ræðu og setur fundinn.

9:15
Ræða formanns

Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna flytur ræðu.

9:30
Kynning ályktana og tillagna

9:45
Afdrif ályktana frá síðasta landsfundi

10:00
Örerindi

Umhverfis- og náttúruvernd: Finnur Ricart Andrason, formaður ungra umhverfissinna.
Málefni fatlaðs fólks: Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Sjálfsbjargar og fyrrv. formaður ÖBÍ.
Innflytjendamál: Tomasz Adam Szewczyk, ráðgjafi Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum.

10:30
Aftur í ræturnar: Málefnastarf

Umhverfis- og samgöngunefnd
Velferðarnefnd
Utanríkismálanefnd
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

12:00
Hádegismatur

Frestur til að skila breytingartillögum á ályktunum rennur út. Breytingartillögum skal skilað á ritstjorn@vg.is

13:00
Almennar stjórnmálaumræður

15:00
Örerindi

Menntamál: Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor við HÍ.
Kynbundinn launamunur: Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Fátækt: Kolbeinn Hólmar Stefánsson, dósent við HÍ.

15:30
Aftur í ræturnar: Málefnastarf

Allsherjar- og menntamálanefnd
Atvinnuveganefnd
Efnahags- og fjármálanefnd
Kvenfrelsishópur

16:45
Afgreiðsla ályktana

18:00
Fundi slitið

Hagnýtar upplýsingar

Flokksráðsfundur Vinstri grænna fer að þessu sinni fram í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Hann fer fram laugardaginn 17. ágúst 2024.

Flokksráðsfulltrúar og aðrir gestir þurfa að skrá sig í gegnum heimasíðuna. Þú getur nálgast skráningarsíðuna með því að smella hér

Hann er opinn öllum félögum VG. Öll eru velkomin á fundinn, þrátt fyrir að vera ekki skráðir flokksráðsfulltrúar. Þess ber að geta að aðeins kjörnir flokksráðsfulltrúar hafa atkvæðisrétt á fundinum. 

Flokksráðsfundargjaldið að þessu sinn verður 3.500 krónur.

TILLAGA UM FUNDARSKÖP

Flokksstjórn leggur til við flokksráðsfund VG að þar gildi eftirfarandi fundarsköp:

  • Ræðutími í fyrstu umferð í almennum stjórnmálaumræðum verði 2 mínútur en 1 mínútur ef menn taka oftar til máls en einu sinni.
  • Fundarstjórum er heimilt að leggja til að ræðutími verði takmarkaður enn frekar ef óhjákvæmilegt er til að halda dagskrá, enda samþykki fundurinn það.
  • Að öðru leyti gilda almennar reglur um fundarsköp.

Tímafrestir:

  • Frestur til að skila tillögum og ályktunum rennur út klukkan 9.00 laugardaginn 10. ágúst. Tillögur berist á ritstjorn@vg.is.
  • Breytingartillögum er hægt að skila á netfangið ritstjorn@vg.is til kl. 12.00 á laugardaginn 17. ágúst.

Við hvetjum félaga til að vera virk á samfélagsmiðlum eins og Twitter, Facebook og Instagram.  Finnið VG á öllum þessum miðlum!

Ef einhverjar upplýsingar vantar hér að ofan ekki hika við að senda okkur póst