Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og formaður flokksráðs
Katrín Jakobsdóttir flytur ræðu.
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, horfir til framtíðar auk góðra gesta. Með henni í pallborðinu verða:
Björgvin Þór Harðarson, korn- og svínabóndi.
Georg Ottóson, sveppabóndi.
Axel Sæland, blómabóndi og formaður Sambands garðyrkjubænda.
Halla Rós Arnarsdóttir í Efstadal, kúabóndi, ísbóndi og ferðaþjónustubóndi.
Fundinum stýrir Hólmfríður Árnadóttir
Boðið verður upp á hádegismat í húsinu.
Frestur til að skila breytingartillögum við rétt fram komnar ályktanir rennur út. Breytingartillögur berist á ritstjorn@vg.is
Lagt af stað frá félagsheimilinu á Flúðum. Tveir möguleikar eru í boði fyrri hluta sumarferðarinnar:
1. Espiflöt – farið með rútu að garðyrkjustöðinni Espiflöt þar sem mjög fjölbreytt blómarækt fer fram. Skoðum stöðina og kynnumst starfseminni.
2. ATH - breytt dagskrá vegna veðurspár - Stutt ganga þar sem við hittum Kolbrúnu Haraldsdóttur og Halldóru Hjörleifsdóttur, fv. oddvita Hrunamannahrepps sem kynna fyrir okkur Seyruverkefnið. Þaðan verðum við sótt í rútu sem keyrir okkur til Hruna.
Báðir hópar hittast við Hrunakirkju þar sem við hittum séra Óskar Hafstein Óskarsson, sóknarprest í Hruna. Að því loknu verður hægt að ganga um svæðið og skoða sig um, Hrunalaug er t.a.m. um 10 mínútna gang frá kirkjunni og margt annað fallegt að sjá.
Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari, Tungnafljóð og formaður Slow Food Reykjavík flytur erindi.
Hópastarf fastanefnda hreyfingarinnar.
Flokksráðsfundur Vinstri grænna fer að þessu sinni fram í Félagsheimilinu á Flúðum. Hann fer fram laugardaginn 26. ágúst og sunnudaginn 27. ágúst 2023.
Flokksráðsfulltrúar og aðrir gestir þurfa að skrá sig í gegnum heimasíðuna. Þú getur nálgast skráningarsíðuna með því að smella hér.
Hann er opinn öllum félögum VG. Öll eru velkomin á fundinn, þrátt fyrir að vera ekki skráðir flokksráðsfulltrúar. Þess ber að geta að aðeins kjörnir flokksráðsfulltrúar hafa atkvæðisrétt á fundinum.
Flokksráðsfundargjaldið er að þessu sinni 6.000 krónur. Innifalið í gjaldinu er kaffi og kaffiveitingar, hádegismatur báða daga og kvöldmatur annan daginn.
Að venju verður farið í spennandi sumarferð, en hún kostar 4.000 krónur til viðbótar. Skráning í sumarferðina er valkvæð.
Við hvetjum félaga til að vera virk á samfélagsmiðlum eins og Twitter, Facebook og Instagram. Finnið VG á öllum þessum miðlum!