Flokksráðsfundur á Flúðum

26. – 27. ágúst 2023

Drög að dagskrá flokksráðsfundar

Laugardagur 26. ágúst

09.30
Húsið opnar

10:00
Ræða og setning fundar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og formaður flokksráðs

10:15
Ræða formanns

Katrín Jakobsdóttir flytur ræðu.

10:30
Kynning ályktana og tillagna

11:00
Pallborð: Matur framtíðar

Pallborð með Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, auk góðra gesta.

12:30
Hádegismatur

Boðið verður upp á hádegismat í húsinu.

13:30
Sumarferð

Sumarferð með rútu á Álfaskeið og í Espiflöt. Frjáls tími á Flúðum til 19.00, hægt að fara í sund, göngutúr, eða kíkja á gistingu sína sé hún nærri.

19.00
Kvöldmatur

Frestur til að skila breytingartillögum við ályktanir og tillögur rennur út. 19.00.

19:30
Almennar stjórnmálaumræður

21:30
Fundi frestað

Sunnudagur 27. ágúst

10:15
Umræður um framkomnar ályktanir og tillögur. Afgreiðsla ályktana.

11:00
Grunngildi hreyfingarinnar – stefna og markmið til næstu kosninga

Hópastarf fastanefnda hreyfingarinnar.

12:30
Fundi slitið

12:30
Hádegissnarl

Hagnýtar upplýsingar

Flokksráðsfundur Vinstri grænna fer að þessu sinni fram í Félagsheimilinu á Flúðum. Hann fer fram laugardaginn 26. ágúst og sunnudaginn 27. ágúst 2023.

Flokksráðsfulltrúar og aðrir gestir þurfa að skrá sig í gegnum heimasíðuna. Þú getur nálgast skráningarsíðuna með því að smella hér

Hann er opinn öllum félögum VG. Öll eru velkomin á fundinn, þrátt fyrir að vera ekki skráðir flokksráðsfulltrúar. Þess ber að geta að aðeins kjörnir flokksráðsfulltrúar hafa atkvæðisrétt á fundinum. 

Flokksráðsfundargjaldið er að þessu sinni 6.000 krónur. Innifalið í gjaldinu er kaffi og kaffiveitingar, hádegismatur báða daga og kvöldmatur annan daginn.

Að venju verður farið í spennandi sumarferð, en hún kostar 4.000 krónur til viðbótar. Skráning í sumarferðina er valkvæð.

TILLAGA UM FUNDARSKÖP

Flokksstjórn leggur til við flokksráðsfund VG að þar gildi eftirfarandi fundarsköp:

  • Ræðutími í fyrstu umferð í almennum stjórnmálaumræðum verði 2 mínútur en 1 mínútur ef menn taka oftar til máls en einu sinni.
  • Fundarstjórum er heimilt að leggja til að ræðutími verði takmarkaður enn frekar ef óhjákvæmilegt er til að halda dagskrá, enda samþykki fundurinn það.
  • Að öðru leyti gilda almennar reglur um fundarsköp.

Við hvetjum félaga til að vera virk á samfélagsmiðlum eins og Twitter, Facebook og Instagram.  Finnið VG á öllum þessum miðlum!

Ef einhverjar upplýsingar vantar hér að ofan ekki hika við að senda okkur póst