Morgunhressing og útivist á golfvellinum.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður hreyfingarinnar og formaður flokksráðs setur fundinn.
Katrín Jakobsdóttir, formaður hreyfingarinnar, flytur ávarp.
Hópstjórar þeirra sjö fastanefnda hreyfingarinnar sem starfa fram að landsfundi kynna drög að vinnu sinni. Kynnið ykkur fastanefndirnar hér.
Borðað verður á staðnum. Boðið verður upp á beikon kjúklingapasta og vegan pasta.
Frestur til að skila breytingartillögum við ályktanir rennur út.
Breytingartillögum skal skilað á vg@vg.is
Vegna veðurspár hefur sögugöngu um miðbæ Hafnarfjarðar verið frestað. Þessi í stað geta áhugasamir félagar hist á Betri stofunni í Turninum í Hafnarfirði.
Flokksráðsfundur Vinstri grænna fer að þessu sinni fram í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hann fer fram laugardaginn 11. febrúar 2023.
Flokksráðsfulltrúar og aðrir gestir þurfa að skrá sig í gegnum heimasíðuna. Þú getur nálgast skráningarsíðuna með því að smella hér.
Hann er opinn öllum félögum VG. Öll eru velkomin á fundinn, þrátt fyrir að vera ekki skráðir flokksráðsfulltrúar. Þess ber að geta að aðeins kjörnir flokksráðsfulltrúar hafa atkvæðisrétt á fundinum.
Flokksráðsfundargjald er að þessu sinni 2.500 krónur. Inn í því er falin morgunhressing, hádegisverður og síðdegishressing.
TILLAGA UM FUNDARSKÖP
Flokksstjórn leggur til við flokksráðsfund VG að þar gildi eftirfarandi fundarsköp:
Við hvetjum félaga til að vera virk á samfélagsmiðlum eins og Twitter, Facebook og Instagram. Finnið VG á öllum þessum miðlum!