Hluti fundarins verður í beinu streymi á vg.is/streymi

Dagskrá flokksráðsfundar

Laugardagur 27. ágúst

11:00
Heimsókn í frumkvöðlastarfið í Gróanda

Farið verður í heimsókn í Gróanda, landbúnaðarsamfélagi á Ísafirði, klukkan 11 fyrir þau sem komin eru í bæinn. Hildur Dagbjört tekur á móti gestum að Hlíðarvegi 13a, Ísafirði.

13:30
Húsið opnar

Fólk safnast saman í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Stjórn VG á Ísafirði og svæðisfélagsins, bjóða gesti velkomna og kynna sig, Ísafjörð og sumarferð VG á Vestfjörðum.

14:00
Ræða og setning fundar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður og formaður flokksráðs setur fundinn.

14:20
Ræða formanns

Katrín Jakobsdóttir, formaður hreyfingarinnar, flytur ávarp.

14:40
Kynning ályktana og tillagna

15:00
Almennar stjórnmálaumræður

16:30
Kynning á SpaceWest

Þórarinn Bjartur Breiðfjörð kynnir SpaceWest verkefnið.

17:00
Sumarferð til Dýrafjarðar

Söguleikhús Kómedíuleikhússins sýnir Nansen á Þingeyri eftir Elfar Loga í Haukadal. Fararstjóri verður Sigríður Gísladóttir.

20:00
Kvöldmatur í Edinborgarhúsi

Sunnudagur 28. ágúst

08:30
Vindorka

Kolbeinn Óttarsson Proppé fulltrúi ráðherra í starfshópi um nýtingu vindorku innleiðir. Umræður um stefnumótun VG varðandi vindorku.

09:15
Umræður

Umræður um framkomnar ályktanir og tillögur.

09:45
VG og framtíðin

Hvert er erindi VG í stjórnmálum í dag. Hópavinna.

11:00
Pallborð: Byggðastefna, VG og framtíðin

Í pallborðinu verða Eiríkur Örn Norðdahl, Dóra Hlín Gísladóttir, Bragi Thoroddsen og Svandís Svavarsdóttir.

12:15
Hádegissnarl

13:00
Afgreiðsla ályktana, praktísk mál

14:00
Fundi slitið

Hagnýtar upplýsingar

Flokksráðsfundur Vinstri grænna fer að þessu sinni fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Hann fer fram laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. ágúst.

Flokksráðsfulltrúar og aðrir gestir þurfa að skrá sig í gegnum heimasíðuna. Þú getur nálgast skráningarsíðuna með því að smella hér

Hann er opinn öllum félögum VG. Öll eru velkomin á fundinn, þrátt fyrir að vera ekki skráðir flokksráðsfulltrúar. Þess ber að geta að aðeins kjörnir flokksráðsfulltrúar hafa atkvæðisrétt á fundinum. 

Það kostar ekkert að taka þátt í flokksráðsfundinum. Hins vegar kostar í sumarferðina sem farin verður á laugardeginum. Hún kostar 7.000 kr.

TILLAGA UM FUNDARSKÖP

Flokksstjórn leggur til við flokksráðsfund VG að þar gildi eftirfarandi fundarsköp:

  • Ræðutími í fyrstu umferð í almennum stjórnmálaumræðum verði 2 mínútur en 1 mínútur ef menn taka oftar til máls en einu sinni.
  • Fundarstjórum er heimilt að leggja til að ræðutími verði takmarkaður enn frekar ef óhjákvæmilegt er til að halda dagskrá, enda samþykki fundurinn það.
  • Að öðru leyti gilda almennar reglur um fundarsköp.

Við hvetjum félaga til að vera virk á samfélagsmiðlum eins og Twitter, Facebook og Instagram.  Finnið VG á öllum þessum miðlum!

Ef einhverjar upplýsingar vantar hér að ofan ekki hika við að senda okkur póst